Stór dagur hjá okkur í Ástjarnarkirkju 23.ágúst !
Jarðvegsframkvæmdir eru nú loksins byrjaðar fyrir safnaðarheimilið okkar.
Hönnun safnaðarheimilisins gengur vel og stefnt er á úboð á byggingaframkvæmdum
í fyrstu vikum september.
Jarðvinna mun standa til 1. október 2015 samkvæmt verkáætlun. Unnið verður eftir reglugerð Vinnueftirlitsins „REGLUGERÐ um hávaða“ númer 724/2008. Þar kemur fram „Háværar framkvæmdir – virkir dagar en þá má hefja framkvæmdir klukkan 7:00 og má vinna til klukkan 21:00 en um helgar og á almennum frídögum má ekki byrja fyrr en 10:00 og vinna til klukkan 19:00“ Verktaki Ástjarnarkirkju mun vinna eftir þessari reglugerð.
Spennandi tímar framundan hjá kirkjunni okkar :)