Fyrsta Guðsþjónusta vetrarins verður í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 25.ágúst klukkan 17:00. Athugið breyttan tíma!

Í vetur mun Ástjarnarkirkja leggja áherslu á barnafjölskyldur og fjölskyldusamverur. Við byrjum daginn klukkan 16:00 með opinni söngæfingu þar sem allir eru velkomnir í kirkjuna að æfa og syngja yfir sálmana/lögin sem verða sungin í messunni. Klukkan 17:00 hefst Guðsþjónustan og strax að henni lokinni býður Ástjarnarkirkja uppá heitan kvöldverð.

Kvöldverðurinn kostar ekki neitt, en tekið verður við frjálsum fjárframlögum á staðnum sem safnast í matarsjóð Ástjarnarkirkju. Matarsjóðurinn fer að hluta í að fjármagna heita matinn og að hluta í sjóð til styrktar sóknarbörnum sem þurfa á mataraðstoð að halda. Því miður er raunin sú að nokkur fjöldi leitar til kirkjunnar eftir mataraðstoð og viljum við reyna hvað við getum að mæta þeirri þörf.

Verið öll velkomin í Ástjarnarkirkju, í lifandi safnaðarsöng og hlýlegt kvöldmáltíðarsamfélag. Sunnudaginn 25.ágúst klukkan 17:00 (en klukkutíma fyrr fyrir söng-glaða). Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!

Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg leiðir Guðsþjónustuna og Kári Allansson, organisti Tjarnaprestakalls leiðir safnaðarsögn.