Almennur safnaðarfundur um framtíð Ástjarnarsóknar verður haldinn í kirkjunni 21. febrúar kl. 20:00. Aðalumfjöllunarefnið verður um húsnæðismál safnaðarins. Gestur frá skipulagsyfirvöldum Hafnarfjarðar verður á meðal ræðumanna. Dagskrá verður birt hér á heimasíðunni strax og hún liggur fyrir.

Dagskrá:

-Fulltrúi Sóknarnefndar Ástjarnarkirkju gerir grein fyrir hugmyndum hennar
-Sr. Kjartan Jónsson sóknarprestur gerir grein fyrir nýtingu núverandi kirkjuhúsnæðis
-Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar
-Sr. Þorvaldur Víðisson biskupsritari
-Niels Árni Lund fv. formaður sóknarnefndar Guðríðarkirkju