Bjargey Ingólfsdóttir félagsráðgjafi, fæðingardoula og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðaraðili ætlar að koma til okkar í spjall á foreldramorgninum næsta þriðjudag, þ.e. 19.nóv kl 10-12
Bjargey starfar sem doula sem er stuðningsaðili fyrir fjölskyldur á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Hún mun fjalla um mikilvægi stuðnings fyrir nýbakaða foreldra og hvaða áhrif það hefur á fjölskylduna og parasambandið að verða foreldri.
Bjargey býður upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem eiga erfiða fæðingarreynslu að baki og segir okkur frá því hvernig sé hægt að vinna úr slíkri reynslu.
Sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili vinnur Bjargey með fjölskyldum til að ná líkamlegu og andlegu jafnvægi, en meðferðin hentar börnum frá fæðingu og fólki almennt til fullorðinsára. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð vinnur á kvillum eins og magakveisu, óværð hjá ungabörnum og svefnvandamálum. Hjá fullorðnum hentar meðferðin vel við stoðkerfisvandamálum, vöðvabólgu, mígreni, streitu, kvíða og þunglyndi en nánar verður fjallað um höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á kynningunni.
Sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili vinnur Bjargey með fjölskyldum til að ná líkamlegu og andlegu jafnvægi, en meðferðin hentar börnum frá fæðingu og fólki almennt til fullorðinsára. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð vinnur á kvillum eins og magakveisu, óværð hjá ungabörnum og svefnvandamálum. Hjá fullorðnum hentar meðferðin vel við stoðkerfisvandamálum, vöðvabólgu, mígreni, streitu, kvíða og þunglyndi en nánar verður fjallað um höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á kynningunni.
Allir foreldrar velkomnir