Fjölskylduhátíð Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin í Víðistaðakirkju sunnudaginn 7.október klukkan 11:00.

Við í Ástjarnarkirkju stefnum á að hittast í kirkjunni klukkan 11:00 og sameinast í bíla, eins og hægt er klukkan 11:15 og halda þá af stað í Víðistaðakirkju.

Þetta stefnir í hörkuskemmtun; hoppukastalar, söngleikur, barnakórar, andlitsmálning, pulsur, blöðrulistamenn og margt fleira.

Verið hjartanlega velkomin.