Á sunnudaginn verður fjölskylduguðsþjónusta kl 11:00.
Barnakór kirkjunnar syngur og starfsfólk kirkjunnar annast fræðslu.
Á eftir guðsþjónustu verður keppt í ratleik (liðakeppni). Liðaskipan er frjáls, börn á móti foreldrum, fjölskyldur á móti fjölskyldum, strákar á móti stelpum eða hvernig sem fólk vill. Einn í hverju liði þarf að hafa snjallasíma. Áætluð tímalengd ratleiks er um það bil 45 mínútur.
Hressing og gott samfélag.