Í tilefni af hvítasunnudegi verður fjölskylduguðsþjónusta. Báðir kórar kirkjunnar, barnakórinn og kirkjukórinn munu syngja undir stjórn Keiths Reeds.
Mikið verður sungið og atburðir hvítasunnudagsins verða íhugaðir. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.