Verið velkomin til fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 22. janúar kl. 17:00. Þar verður skírnin sérstaklega til umfjöllunar. Hvað er skírn?  Er skírn sama og nafngift? Hvar þáði Jesús skírn og hjá hverjum? Hvað er skírnarskógur?  Margar eru spurningarnar. Við ætlum að reyna að svara þeim eftir bestu getu og þar að auki syngja sálma saman t.d. sem minna á skírnina, svo sem barnasálma. Erla Rut Káradóttir organisti leikur undir sönginn þann. Heitur matur í boði og á borð borinn að guðsþjónustu lokinni. Hann er öllum að kostnaðarlausu en við minnum um leið á söfnunarbaukinn góða hvar við getum látið gott af okkur leiða söfnuði til heilla og blessunar. Sjáumst á sunnudag með skírnarhugrenningar í farteskinu!