Fjölskylduguðsþjónusta verður 20. nóvember kl. 17:00 í Ástjarnarkirkju. Barbörukórinn undir stjórn Kára Þormar organista syngur. Sr. Bolli Pétur Bollason leiðir stund. Heit kvöldmáltíð í boði að lokinni guðsþjónustu. Sagan um Meyjarnar tíu til umfjöllunar (Matteusarguðspjall 25. kafli) sem minnir okkur sannarlega á árvekni og þrautsegju.  Verið öll hjartanlega velkomin!