Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju 2. október kl. 17.00. Sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Hafnarfjarðarkirkju leysir af þennan sunnudag og þjónar. Kári Þormar organisti leysir af þennan sunnudag og spilar. Á haustmisseri eru dæmisögur Jesú til umfjöllunar í guðsþjónustunum. Næsta sunnudag verður það dæmisagan um Verkamenn í víngarði (Matteusarguðspjall 20. kafli). Heit kvöldmáltíð í boði að lokinni guðsþjónustu og borin fram af Ingu Rut Hlöðversdóttur kirkjuverði. Söfnunarbaukur á sínum stað fyrir frjáls framlög er renna til þeirra sem á stuðningi þurfa að halda í sókninni. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega hvött til að mæta. Verið öll hjartanlega velkomin!