Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 11. september kl. 17:00. Um er að ræða „Dag kærleiksþjónustunnar“ og þá heyrum við dæmisögu Jesú um Miskunnsama samverjann sem finna má í Lúkasarguðspjalli 10. kafla versum 30-37. Sagan minnir okkur á náungaábyrgð og kærleika og talar sterkt inn í þennan dag 11. september en rúm 20 ár eru nú liðin frá hryðjuverkaárásum í New York. Hvað skyldi svo vera í matinn? Boðið verður upp á heita máltíð að guðsþjónustu lokinni. Sr. Bolli heldur utan um stundina ásamt Erlu organista. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta. Verið öll hjartanlega velkomin!