Sunnudaginn 28. apríl hefjast fermingarstörf í Tjarnaprestakalli fyrir veturinn 2024-2025. Við bjóðum fermingarbörnum (f. 2011) og aðstandendum til Guðsþjónustu í Ástjarnarkirkju þann dag klukkan 17:00. Þá fáum við í heimsókn krílin í Krílatónum Ásbjargar Jónsdóttur, sem stýrir því starfi í kirkjunni og söngstjórinn okkar, Karl Olgeirsson stýrir kórnum Seim, sem syngur við Guðsþjónustuna.

Strax að lokinni Guðsþjónustu verður kynning þar sem prestarnir Bolli og Nói fara yfir mikilvæg atriði varðandi fræðsluna og skráningu í fermingarathafnir 2025 sem þegar er hafin. Síðan verður boðið upp á pulsur og meððí.

Skráningu i fermingarfræðslu og niðurröðun á fermingardaga má sjá með því að ýta hér eða að líma hlekkinn hér að neðan inn í internetvafra.

https://astjarnarkirkja.skramur.is/input.php?id=3