young-childrenVetrarstarf Ástjarnarkirkju er að hefjast.

Sameiginleg fermingarguðsþjónusta með Víðistaðasókn verður haldin í Víðistaðakirkju sunnudaginn 1. september kl. 11:00. Hljómsveitin Tilviljun? mun sjá um allan tónlistarflutning. Fermingarbörn munu annast ritningarlestra. Prestar safnaðanna, sr. Bragi J. Ingibergsson og sr. Kjartan Jónsson munu leiða helgihaldið.

Á sama tíma verður sunnudagaskóli í Ástjarnarkirkju undir stjórn Hólmfríðar Jónsdóttur.

Með haushátíð kirkjunnar sunnudaginn 8.  septmeber hefst barnastarfið formlega. Fylgist með fréttum á heimasíðunni næstu daga.