Fyrri ferming þessa árs verður laugardaginn 23. mars kl. 11:00.
Þá fermast 14 börn.
Prestar kirkjunnar annast messuna ásamt kór og tónlistarstjóra. Sérstakur gestur í athöfninni verður Friðrik Karlsson gítarleikari.
Fermingardagar eru alltaf hátíðisdagar í lífi kirkjunnar eins og fermingarbarnanna og aðstandenda þeirra.
Prestar og starfsfólki kirkjunnar óskar fermingarbörnunum innilega til hamingju með daginn og þá ákvörðun að ganga veg kristinnar trúar.