Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 23. október kl. 17.00. Þá heyrum við dæmisögu Jesú um stærilátan faríseann í helgidómnum og auðmjúka tollheimtumanninn (sjá Lúkasarguðspjall 18. kafla 9.-14. vers). Við syngjum síðan saman Guði lof, því það syngur víst enginn reiður maður, og að lokinni stund verður rjúkandi heit kvöldmáltíð í umsjá Ingu Rutar kirkjuvarðar. Söfnunarbaukurinn verður á sínum stað. Erla Rut organisti leikur á hljóðfæri kirkjunnar og sr. Bolli Pétur leiðir guðsþjónustu. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega hvött til að mæta og öll eruð þið hjartanlega velkomin!