Erla Rut er  með BA í kirkjutónlist með áherslu á orgelleik, kórstjórn og litúrgískan orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Ísland og kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Auk þessa hefur hún lagt stund á  píanóleik og einsöng.

Hún hefur starfað sem organisti og kórstjóri frá 2016, auk þess sem hún hefur verið undirleikari barnakóra og  æskulýðsfulltrúi í kirkjustarfi.

Erla Rut er boðin hjartanlega velkomin til starfa í Tjarnaprestakalli (Ástjarnar- og Kálfatjarnarkirkjum).