Fyrirmæli hafa borist frá biskupi Íslands um að í ljósi hertra sóttvarna verði allar guðsþjónustur felldar niður í október.
Það verður því ekkert helgihald í Tjarnaprestakalli, Ástjarnarkirkju og Kálfatjarnarkirkju í þessum mánuði.
Prestarnir eru ávallt til viðtals.
Ég hvet okkur öll til að huga vel að sóttvörnum og uppörva og styðja hvert annað. Þessi farsótt mun ganga yfir.
Gott er að geta rætt alla hluti og áhyggjur okkar við Guð í bæninni. Hann hlustar og ber umhyggju fyrir okkur.