Sunnudagaskóli 21. desember kl. 11:00
Jólin og boðskapur þeirra verða í fyrirrúmi. Mikið verður sungið og í lok stundarinnar verður kíkt í poka jólasveinsins. Umsjón Bryndísar Svavarsdóttir og Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir.
Gospelmessa 21. desember kl. 20:00
Síðasta gospelmessa ársins verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 21. desember kl. 20:00.
Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik Matthíasar V. Baldurssonar og Þorbergs Ólafssonar sem leikur á slagverk.
Prestur er sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir.
Barnaguðsþjónusta á aðfangadag, 24. des. kl. 14:00
Hátíðleg jólaguðsþjónusta fyrir börnin. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Bryndís Svavarsdóttir og Hólmfríður S. Jónsdóttir annast fræðslu. Prestur er sr.Kjartan Jónsson.
Aftansöngur á aðfangadag, 24. des. kl.18:00
Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik organistans Matthías V. Baldursson. Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar verða fluttir. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og Kristjana Þóra Ólafsdóttir syngja einsöng. Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag, 25. des. kl.14:00
Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra kirkjunnar. Kristjana Þóra Ólafsdóttir og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir syngja einsöng. Prestur er sr.Kjartan Jónsson.
Hlaupamessa á annan í jólum, 26. des. kl. 10:30
Stutt helgistund kl. 10:30. Síðan verður Kirkjuhlaup Hafnarfjarðar. Kaffi, kakó og kökur þegar komið verður í mark.
(Nánari upplýsingar eru á viðburðadagatali kirkjunnar)
Messa 28. des. kl. 11:00
Matthías V. Baldursson leiðir söng. Einsöngur: Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Prestur er sr. Kjartan Jonsson.