Í vetur ætlar Ástjarnarkirkja að vera með þá nýjung að bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjálsa daggæslu á frídögum grunnskólanna. Dagarnir byggjast upp á föndri, innileikjum, útileikjum, fræðslu og frjálsum leik.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir börn til að fá góða tilbreytingu í hversdaginn og eins gefur þetta foreldrum kost á að þurfa ekki að taka frídaga frá vinnu. Kirkjustarfið verður í boði þessa daga frá klukkan 8:30 – 16:00.

Til að tryggja gæði starfsins og hæfilegan fjölda starfsmanna er mjög nauðsynlegt að börnin verði skráð til þátttöku.

Næsta vetrarfrí grunnskólanna verður fimmtudaginn 20.október og föstudaginn 21.október. Skráning er þegar hafin. Þau sem vilja skrá barnið sitt í kirkjustarfið eru vinsamlegast beðin um að senda tölvupóst á netfangið abb16@hi.is með upplýsingum um a) nafn barns og aldur, b) nafn foreldris, símanúmer og netfang, c) aðrar upplýsingar sem nauðsynlegt er að komi fram. Skráningafrestur er til klukkan 15:00 á miðvikudaginn 19.október.

Nánari upplýsingar gefur Arnór (Nói), æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju í síma 692-8623 eða í ofangreindu netfangi.

(Edit: Viðbrögðin við skráningunni hafa farið langt fram úr því sem við þorðum að vona. Nú er svo komið að vegna smæðar þess húsnæðis sem við búum við í dag getum við því miður ekki tekið við fleiri börnum í þetta sinn. Við vonumst til að nýja húsnæðið okkar verði tilbúið í vetur og þá munum við ekki þurfa að gera sömu fjöldaráðstafanir eins og við neyðumst til að gera núna. Núverandi húsnæði ber einfaldlega ekki meiri fjölda. Okkur þykir þetta afskaplega leiðinlegt en við bíðum bara spennt eftir nýju húsnæði og möguleikanum á að geta tekið við fleiri börnum í framtíðinni).