Byggingarmessa verður haldin í Ástjarnarkirkju kl. 11:00 í tilefni af því að byggingarframkvæmdir að nýju safnaðarheimili eru að hefjast.

Kór Ástjarnarkirkju mun syngja undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Fulltrúar sóknarnefndar og byggingarnefndar lesa ritningarlestra, sr. Þórhildur Ólafs, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis prédikar, Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari verður Sigurður Þórisson.

Að lokinni messu verður fyrsta skóflustunga tekin að nýju safnaðarheimili. Síðan verður boðið upp á hressingu og samfélag.

Á sama tíma verður sunnudagaskóli undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.