Góðu sóknarbörn Ástjarnarkirkju.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og nýjustu vendinga í tengslum við samkomubann sem á að taka gildi á mánudaginn næsta, þá verður breyting á áður auglýstri messu í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 4.október.
Barnakórinn mun ekki syngja en þess í stað verður samvera í kirkjunni.
Að sjálfösögðu bjóðum við allt fólk velkomið en á sama tíma viljum við, í samræmi við tilmæli Víðis Reynissonar, hvetja fólk til að halda sig heima (furðuleg þversögn þarna).