Valnefnd Tjarnaprestakalls hefur ákveðið að ráða sr. Bolla Pétur í starf prests í prestakallinu frá 1. september nk. Hann fæddist á Akureyri 9. ágúst 1972 og vígðist til Seljaprestakalls í Breiðholti 14. júlí árið 2002. Hann var skipaður sóknarprestur í Laufásprestkalli 2009 og þjónaði þar til ársins 2018. Síðan þá hefur hann sinnt afleysingastörfum í ýmsum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu meðal annars í Tjarnaprestkalli veturinn 2019-2020.

Sr. Bolli er boðinn hjartanlega velkominn til starfa í Tjarnaprestakalli.