Bleik messa verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 15. október kl. 17:00. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni og Bleik messa er liður í átaki gegn þeim mikla vágesti. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar. Hjónin Karl Olgeirsson og Sigga Eyrún Friðriksdóttir sjá um tónlistina. Reynsluræðu flytur Sólveig Ása Tryggvadóttir sem hefur kynnst sjúkdómnum á eigin skinni. Í messunni verður nýr flygill formlega tekinn í notkun. Að lokinni messu verður boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Bleika slaufan verður til sölu. Fólk er hvatt til að vera í bleiku eða hafa með sér eitthvað bleikt. Verið hjartanlega velkomin og sýnum samstöðu!