Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 12. febrúar kl. 17:00. Kór Átthagafélags Strandamanna sækir okkur heim og syngur við guðsþjónustuna glöð lög og hugvekjandi enda ófá þeirra sem Orðið eilífa hefur haft áhrif á. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó. Það er alltaf gaman að sjá sem flesta sækja stundir kirkjunnar og þarna er t.d. lag fyrir Strandamenn, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, að líta við og hitta mann og annan, því maður er manns gaman. Að lokinni guðsþjónustu verður viðstöddum boðið upp á að gæða sér m.a. á gómsætum kirkjuvöfflum og drekka heitt súkkulaði er vekur roða í vöngum. Verið hjartanlega velkomin!