Í vetur ætlar KFUM og KFUK að bjóða uppá barna- og unglingastarf í Ástjarnarkirkju. Starfið verður vikulega, á mánudögum og hefst það 21. september. Ýmislegt skemmtilegt verður brallað í barna- og unglingastarfinu en dagskrá vetrarins verður sett inn á heimasíðu Ástjarnarkirkju þegar hún liggur endanlega fyrir. Eitt er þó víst, að dagskráin verður sneisafull af spennandi og fjölbreyttum viðburðum fyrir fjörug börn og hressa unglinga. Til að mynda verður brjóstsykursgerð, bingó, spilafundir, leikir og margt fleira.

Þátttaka í barna- og unglingastarfi Ástjarnarkirkju kostar ekki neitt en þegar farið verður í auglýstar ferðir mun sjálfsagt einhver kostnaður fylgja þeim einstöku viðburðum. Þátttaka í ferðum er að sjálfsögðu valkvæð.

Eins mun barnakór Ástjarnarkirkju halda áfram í vetur en hann er ætlaður fyrir yngsta aldurshópinn. Í barnakórastarfinu hittast börnin og syngja saman en af og til verður uppbrot á söngstarfinu og farið verður í skemmtilega leiki og margt fleira.

Barna-, söng- og unglingastarf Ástjarnarkirkju verður á eftirfarandi tímum:

  • Barnakór Ástjarnarkirkju (6 ára – 10 ára): Miðvikudagar klukkan 14:45 – 15:40
  • YD KFUM & KFUK (5. bekkur – 7. bekkur): Mánudagar klukkan 18:00 – 19:00
  • UD KFUM & KFUK (8. bekkur – 10. bekkur): Mánudaga klukkan 20:00 – 21:30

Umsjón með barnakór Ástjarnarkirkju hefur Helga Loftsdóttir og umsjón með barna- og unglingastarfinu hafa Ása Hrönn Magnúsdóttir, Ísak Jón Einarsson og Sigurður Már Hannesson.

Við bjóðum öll börn og unglinga hjartanlega velkomin, óháð trú eða trúfélagsaðild.