Skránin er hafin í barnakór kirkjunnar. Æfingar verða á fimmtudögum kl.14:15 – 15:00 og hefjast þær 8.september. Hér er hægt að sækja um í kórinn !

Á kóræfingum fá börnin innsýn í raddbeitingu með sérstökum raddæfingum,  þau læra fjöldan allan af lögum, en mikil áhresla er lögð á að kenna sálma og er inntak sálmanna sem börnin læra vel útskýrt.

Kórstjóri Barnakórs Ástjarnarkirkju er Matthías V. Baldursson, tónlistarstjóri kirkjunnar og sömuleiðis tónlistarkennari og hefur mikla reynslu af vinnu með börnum.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Matthías á netfangið: matti@astjarnarkirkja.is