Sunnudaginn 27. október klukkan 17:00 verður messa í Ástjarnarkirkju. Barnakór Ástjarnarkirkju ætlar að syngja fyrir okkur á milli þess sem við biðjum bæna, heyrum söguna af Davíð og Golíat og hlustum á örhugleiðingu þar sem lagt er út frá Biblíusögu dagsins.

Stjórnandi Barnakórs Ástjarnarkirkju er Helga Loftsdóttir. Organisti: Kári Allansson og kirkjuvörður verður Inga Rut Hlöðversdóttir. Umsjónarmaður leikhorns: Bjarni Agnarsson. Prestur: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg.

Eftir messu er öllum kirkjugestum boðið uppá heita kvöldmáltíð. Verið hjartanlega og innilega velkomin í Ástjarnarkirkju.