Barnakór Ástjarnarkirkju æfir á fimmtudögum kl. 14.00. Hefst kórastarfið fimmtudaginn 13. september. Verkefni kórsins eru mjög fjölbreytt en miða helst að því að kenna börnunum fjölbreyttan „kirkjusöng“. Þau læra mikið af hefðbundnum sálmum og barnasálmum, gospellög og erlenda sálma. Einnig fá þau grunnkennslu á rythmahljóðfæri þar sem unnið er að því að þjálfa taktskyn. Stjórnandi kórsins er Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti og tónmenntakennari. Hægt er að hafa samband við hana og skrá börnin á netfangið helga@astjarnarkirkja.is
Öll börn 8 ára og eldri eru velkomin í kórinn og kórastarf í Ástjarnarkirkju er alveg GJALDFRJÁLST :)