Vegna ástandsins í þjóðfélaginu í tengslum við Covid-19 veiruna fer allt barna- og unglingastarf í Ástjarnarkirkju í tímabundið frí, að minnsta kosti til 25.október næstkomandi. Hið sama á við um fermingarstarf kirkjunnar. Hlutirnir í samfélaginu eru fljótir að breytast og því í raun ómögulegt að segja af eða á hvort allt fari af stað aftur frá og með 25.október. Við tökum bara einn dag í einu og metum hlutina jafn óðum.
Allar ákvarðanir um framhaldið verða gerðar kunnar á heimasíðu Ástjarnarkirkju sem og á Facebooksíðu kirkjunnar.
Við hvetjum alla til að fylgjast vel með.