Bænastundir í kirkjunni hefjast á ný fimmtudaginn 8. september kl. 11.00 og verða reglubundið á þeim tíma í vetur. Fólk er hvatt til þátttöku og ekki hvað síst þau sem hafa tilefni til fyrirbænar eða þakkargjörðar. Eins er hægt að senda inn bænarefni með því að senda tölvupóst á presta Ástjarnarkirkju:

Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg: arnor@astjarnarkirkja.is

Sr. Bolli Pétur Bollason: bolli@astjarnarkirkja.is

„Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ (Mt. 7:7)