Frá og með 1. ágúst verða tveir prestar í Tjarnaprestakalli, sóknarprestur og prestur. Embætti prests er nýtt og fögnum við því.
Embætti prests við Tjarnarprestakall, Kjalarnesprófastsdæmi, var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann 22. maí sl.
Átta umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð;
• Arnór Bjarki Blomsterberg, mag. theol.
• Bryndís Svavarsdóttir, cand. theol.
• Sr. Gunnar Jóhannesson
• Sr. Hildur Björk Hörpudóttir
• Jónína Ólafsdóttir, mag. theol.
• Sr. Ólafur Jón Magnússon
• Sr. Sveinn Alfreðsson
• Sr. Ursula Árnadóttir
Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. ágúst nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.