Aðventumessa verður haldin í Ástjarnarkirkju 8. desember kl. 17.00 sem er annar sunnudagur í aðventu. Tendrað verður ljós á Betlehemskertinu. Karlakórinn Esja mun syngja og leiða söng undir stjórn Kára Allanssonar.
Gengið verður að borði Drottins. Prestar kirkjunnar sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna saman við athöfnina. Að messu lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Söfnunarbaukur stendur frammi þar sem viðstaddir geta látið gott af sér leiða náunganum til stuðnings á aðventu og jólum. Njótum aðventunnar og verið öll hjartanlega velkomin til kirkjunnar!