Alþjóðlegir foreldramorgnar í Ástjarnarkirkju. Á miðvikudagsmorgnum kl. 10-12 er opið hús í Ástjarnarkirkju fyrir börn og foreldra af erlendum uppruna sem vegna aðstæðna hafa þurft að yfirgefa heimalandið. Morgnarnir eru samstarfsverkefni Ástjarnarkirkju og Hafnarfjarðarbæjar. Fólk af ýmsu þjóðerni og margvíslegum trúaruppruna kemur saman ásamt börnum og til staðar er morgunverður handa viðstöddum og leikföng fyrir börnin. Þá er vert að nefna það að miðvikudaginn 22. febrúar verður Herdís Storgaard verkefnastjóri hjá Miðstöðs slysavarna barna með fræðslu á ensku um slysavarnir barna. Samtalið á þessum morgnum er dýrmætt og viðstaddir deila reynslu og fregnum að heiman. Einn þátttakandinn teiknaði meðfylgjandi mynd af eplatré sem algeng eru í görðum í Úkraínu og er tákn fyrir gróanda vors og fyrir vonina björtu sem því öllu fylgir. Vonin er víst bagabót. Þá væri sannarlega gleðilegt að sjá innlenda foreldra og börn úr hverfinu á þessum morgnum, því það er lærdómsríkt fyrir alla aðila að spjalla og eiga samfélag í hlýlegu og vinsamlegu umhverfi hverfiskirkjunnar í Ástjarnarsókn á alþjóðlegum foreldramorgni.?
May be an illustration of tré og Texti þar sem stendur "tce Land Ukzaine 8. 02, 2023"
Líkar þetta

Skrifa ummæli
Deila