Á hvítasunnudag, 9. júní verður boðið upp á alþjóðlega guðsþjónustu kl. 11:00.
Nýbúar munu lesa stutta ritningarlestra á sínu móðurmáli og prédikað verður á ensku.
Keith Reed tónlistarstjóri leiðir tónlistina og prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Á eftir verður boðið upp á sýnishorn af mat frá hinum ýmsu löndum.
Sams konar guðsþjónusta var haldin fyrir tveimur árum og þótti takast mjög vel.
Allir hjartanlega velkomnir.