Guðsþjónustan 7. nóvember kl. 17:00 verður helguð allra heilagra messu. Í kirkjubæninni verður beðið fyrir aðstandendum þeirra sem látist hafa frá síðustu allra heilagra messu og prestar kirkjunnar hafa annast útfarir fyrir. Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlistina og Stefanía Svavarsdóttir syngur einsöng. Prestar kirkjunnar, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson annast prestsþjónustuna. Á eftir býður Inga Rut kirkjuvörður í ókeypis heitan kvöldmat. Þá gefst tækifæri til að kynnast nýju fólki.