Vegna mikillar aukningar smita í kórónufaraldrinum verður aftansöng á aðfangadag og gamlársdag eingöngu streymt kl. 17:00 báða dagana. Því miður verða engar guðsþjónustur í kirkjunni yfir hátíðarnar. Hægt verður að horfa á guðsþjónusturnar næstu daga á eftir.

24. desember, aðfangadagur jóla: Aftansöngur klukkan 17:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Tveir kórar syngja í guðsþjónustunni, barnakór Ástjarnarkirkju undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og kór undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Davíð og Sveinn Arnar Sæmundsson annast undirleik. Prestar Ástjarnarkirkju, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson sjá um prestsþjónustuna.
31. desember, gamlársdagur: Aftansöngur klukkan 17:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Tveir kórar syngja í guðsþjónustunni, barnakór Ástjarnarkirkju og kirkjukór Kálfatjarnarkirkju undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Davíð og Þórður Sigurðarson annast undirleik. Prestar Ástjarnarkirkju, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson sjá um prestsþjónustuna.