Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var um síðustu helgi en við höldum upp á hann sunnudaginn 9. mars með æskulýðsguðsþjónustu í veislusal Haukaheimilisins kl. 11:00
Krakkar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar lesa ritningartexta og flytja bænir undir stjórn Guðrúnar Þorgrímsdóttur.
Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik hljómsveitar sem Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar stjórnar en hana skipa auk hans Davíð Sigurðsson (gítar) og Þorbergur Ólafsson (trommur).
Bryndís Svavarsdóttir æskulýðsfulltrúi prédikar.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra.