Messan hefst kl. 11:00. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson. Sunnudagaskóli verður á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndísar Svavarsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. Aðalsafnaðarfundur Ástjarnarsóknar hefst fljótlega eftir guðsþjónustuna. Allir meðlimir Þjóðkirkjunnar í Ástjarnarsókn hafa rétt til fundarsetu og atkvæðisrétt. Sóknarbörn eru hvött til að mæta og leggja sitt af mörkum til uppbyggingar góðs samfélags í sókninni. Dagskrá fundarins: 1. Greint frá starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár lagðir fram. 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi. 4. Ákvörðun um meiri háttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar:
- Sóknarnefnd fyrirhugar að hefja undirbúning byggingar safnaðarheimilis.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafn margra varamanna til fjögurra ára. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðenda sóknar auk fulltrúa í stjórn kirkjugarðs og varamanna þeirr til eins árs í senn. 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð. 8. Önnur mál. Sóknarnefnd