Aðalsafnaðarfundur Ástjarnarkirkju verður haldinn að lokinni guðsþjónustu þann 14. apríl næstkomandi. Hefst guðsþjónustan kl. 11.

Dagskrá fundarinns:

  1. Greint frá starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár.
  3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
  4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
  5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar auk fulltrúa í stjórn kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
  7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
  8. Önnur mál.

Sóknarbörn eru hvött til að mæta og leggja sitt af mörkum til uppbyggingar góðs samfélags í sókninni.

Sóknarnefnd