Í fjölskyldumessu, sunnudaginn 22.september klukkan 17:00 ætlar Sr. Bolli Pétur að segja söguna af feðgunum Abraham og Ísak. Söfnuðurinn syngur saman undir stjórn organistans Kára Allanssonar. Leiksvæði verður aftast í kirkjusalnum fyrir börn sem vilja dunda sér á meðan þau hlusta á sögur og taka þátt í samsöng.

Heitur kvöldmatur (Lasagne) verður í boði fyrir kirkjugesti að messu lokinni, að kostnaðarlausu. Söfnunarbaukur liggur frammi sem tekur við frjálsum framlögum sem renna í líknarsjóð Ástjarnarkirkju. Ástjarnarkirkja leggur áherslu á að allir eru velkomnir til samverustunda, bæði ungir sem og aldnir.

Virkilega hefur verið gaman og gleðilegt að sjá jákvæð og góð viðbrögð hingað til við breyttu messuformi, sem og virka þátttöku safnaðarins í guðsþjónustunni.

Sjáumst glöð á sunnudaginn!!