Ástjarnarkirkja
Kirkjuvörður
Sóknarnefnd Ástjarnarsóknar auglýsir
eftir kirkjuverði við Ástjarnarkirkju í a.m.k
70% starf. Um er að ræða krefjandi,
skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.
Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með húsnæði sóknarinnar,
umsjón með viðburðum og innkaup. Sömuleiðis aðstoð við
helgihald og safnaðarstarf, létt viðhaldsvinna, ræsting og
þrif. Og önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við presta og
sóknarnefnd.
Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt
tölvukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum
samskiptum, lipurð og sveigjanleika ásamt að búa yfir ríkri
þjónustulund. Hæfniskröfur eru stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð
og skipulagshæfni, áhersla er lögð á trúmennsku
í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi
verkefni.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein
fyrir menntun, starfsferli, starfsreynslu og hverju öðru sem
þeir telja að muni nýtast í starfi. Umsækjendur skulu hafa
óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir
öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur
þjóðkirkjunnar.
Starfið hentar ekki síður konum en körlum.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2019
Umsókn sendist til:
Kjartan Jónsson sóknarprestur
kjartan.jonsson@kirkjan.is
sem veitir upplýsingar um starfið.