Laugardaginn 2. desember kl. 16:00 mun Stoppleikhópurinn sýna nýtt leikrit um Lúther í Ástjarkirkju. Verkið fjallar um æskuár Lúthers og hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi. Valgeir Skagfjörð er höfundur leikritsins og leikstjóri. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum tekur eina og hálfa klukkustund í flutningi. Valgeir Skagfjörð, Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninguna en fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin.