Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 16. október kl. 17.00. Dæmisagan um Týnda soninn í 15. kafla Lúkasarguðspjalls verður tekin fyrir, hún sögð í máli og myndum og hugleiðing í framhaldi. Þar er um sögu að ræða sem er sífellt að endurtaka sig og má sannarlega læra af. Guðsþjónustuna leiðir sr. Bolli Pétur Bollason og Erla Rut Káradóttir organisti sér um tónlistarflutning og leiðir safnaðarsöng. Þá verður boðið upp á kvöldmat að lokinni guðsþjónustu sem hún Inga Rut Hlöðversdóttir ber á borð. Söfnunarbaukur á staðnum sem tekur við frjálsum framlögum er renna til þeirra sem á stuðningi þurfa að halda.  Fermingarbörn hvött til þátttöku ásamt fjölskyldum.  Verið hjartanlega velkomin!

„Ég varð glaður er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins.“ (Sl. 122)