10. október verður haldið upp á 20 ára afmæli Ástjarnarsafnaðar.
Sönghópur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg syngur.
Nýr prédikunarstóll verður vígður og kross í altarisgarði.
Geir Jónsson fv. formaður sóknarnefndar flytur ágrip af sögu safnaðarins.
Prestar safnaðarins, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson þjóna.
Að lokinni guðsþjónustu býður Inga Rut kirkjuvörður upp veglegar veitingar. Þá gefst tækifæri til að njóta samfélagsins.