Nýtt námskeið 12 sporin andlegt ferðalag er hafið í kirkjunni og verður á mánudagskvöldum kl. 20-22. Samverurnar í janúar eru opnar öllum og fólk getur kynnt sér efni ferðalagsins án allra skuldbindinga. Í lok mánaðarins verður námskeiðinu lokað og eftir það er ekki hægt að slást í för með hópnum.

Í 12 spora-ferðinni vinnur fólk með tilfinningar sínar og hugsanir í lokuðum hópum þar sem trúnaður ríkir. Markmiðið er að græða innri sár, leiðrétta meðvirkni og nálgast sinn æðri mátt. Þessi vinna hefur aukið vellíðan margra og lífsgæði, veitt fólki lækningu, bata og andlega vakningu.

Unnið er út frá bókinni 12 sporin andlegt ferðalag og er ekki sérstaklega fyrir alkóhólista eða aðstandendur þeirra. ALLIR eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis og samverurnar eru opnar fyrstu fjórar vikurnar en á þeim tíma er hægt að kynna sér ferðalagið án allra skuldbindinga.

Nánari upplýsingar um 12-sporaferðalagið er að finna á heimasíðu vina í bata.