Starf fyrir eldri borgara er í kirkjunni á miðvikudögum kl. 13:30 – 15:30. Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.

Samverurnar hefjast með spjalli yfir kaffibolla en síðan er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Endað er með stuttri helgistund.

Dagskrá haustið 2018
14. desember Jólahlaðborð kl. 13:00

Dagskrá vormisseris 2019

16. janúar  Sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur: Ferð um Ástralíu
23. janúar  Ólafur Stefánsson íþróttastjarna
26. janúar (laugardagur) kl. 16-18: Bingó. Allur ágóði rennur til kaupa á búnaði í eldhúsi kirkjunnar.
30. janúar  Björn Matthíasson: Jakobsvegurinn, ferðasaga
6. febrúar   Brynja Balddursdóttir: Fróðleikur úr íslenskri goðafræði