Starf fyrir eldri borgara, Stjörnurnar, er í kirkjunni á miðvikudögum kl. 13:30 – 15:30. Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.

Samverurnar hefjast með spjalli yfir kaffibolla en síðan er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Endað er með stuttri helgistund.

Dagskrá haustið 2017
Dagskráin er í vinnslu.

Vormisseri 2018
10. janúar Dagskrá vormisseris undirbúin
17. janúar Skúli Svavarsson, kristniboði segir frá starfi Kristniboðssambandsins í Afríku
24. janúar Óttar Sveinsson, rithöfundur segir frá vinnslu við síðustu bókar sinnar og les úr henni.
31. janúar Við förum í heimsókn til eldri borgara á Álftanesi. Mæting í Bessastaðakirkju kl. 13:30. Síðan verður farið í safnaðarheimili safnaðarins.
7. febrúar Páll Ólafsson kennir skyndihjálp
14. febrúar Sr. Halldór Gunnarsson (í Holti): Að eldast og yngjast
21. febrúar Sr. Frank M. Halldórsson: Katrín frá Bóra (eiginkona Marteins Lúthers)
28. febrúar Björn Matthíasson, hagfræðingur: Sjálfvalið efni
7. mars Þorgrímur Gestsson rithöfundur fjallar um þrjár bækur sínar Ferð um fornar sögur, Í kjölfar jarla og konunga og Færeyjar – út úr þokunni.
14. mars Sigmundur Ernir, fréttamaður og rithöfundur
21. mars Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar um málefni öryrkja.
4. apríl Sr. Bragi J. Ingibergsson sýnir myndir
11. apríl Brynja Baldursdóttir: Konur í Njálu
18. apríl Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður
25. apríl Jósefína Friðrikisdóttir Hansen fjallar um Guðrúnu frá Lundi.
2. maí
9. maí Jón Sigurgeirsson: Minningar
14. maí Ferð í Borgarfjörð (ath. þetta er mánudagur)

Ganglegir tenglar
www.feb.is
Þar er að finna afsláttarbók eldri borgara: Afsláttarbók eldri borgara