Starf fyrir eldri borgara, Stjörnurnar, er í kirkjunni á miðvikudögum kl. 13:30 – 15:30. Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.

Samverurnar hefjast með spjalli yfir kaffibolla en síðan er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Endað er með stuttri helgistund.

Dagskrá haustið 2018

5. september Fyrsti fundur
12. september Dagskrá haustmisseris undirbúin og dreifibréf sett í umslög
19. september Kynningarfundur. Gestur: Valgerður Sigurðardóttir, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði
26. september Bryna Baldursdóttir íslenskufræðingur: Karlar í Njálu I (Mörður, Kári og Flosi)
3. október Dr. Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur: Hlýnun jarðar
10. október Dr. Gunnar Kristjánsson fv. prófastur fjallar um bókmenntir
17. október Dr. Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu fjallar um nýja bók sína Kristur, saga hugmyndar
24. október
31. október Dr. Hreggviður Norðdahl professor emeritus fjallar um jarðsögu
7. nóvember
10. nóvember (laugardagur) Bingó og veitingar (til ágóða fyrir kaupum á tækjum í eldhús kirkjunnar)
14. nóvember Bryna Baldursdóttir íslenskufræðingur: Karlar í Njálu II (Gunnar og Njáll)
21. nóvember
28. nóvember
5. desember
12. desember Jólafundur í umsjá Sr. Hjálmars Jónssonar fv. alþingismanns og prests í Dómkirkjunni

Ganglegir tenglar
www.feb.is
Þar er að finna afsláttarbók eldri borgara: Afsláttarbók eldri borgara