Starf haustmisseris er hafið

Starf haustmisseris Ástjarnarkirkju er hafið.
Það hófst með fermingarnámskeiði í ágúst.
Fyrsta messan var 2. september en þá var nýr prestur sr. Arnór Bjarki Blomsterberg boðinn velkominn starfa.
Nýr starfsmaður í sunnudagaskóla tók til starfa þennan dag, Bjarki Geirdal Guðfinnsson guðfræðinemi.
Unglingastarfið hófst mánudaginn 3. september en unglingarnir hittast á mánudögum kl. 20:00. Margt spennandi er á dagskránni.
Krakkarnir hittast á mánudögum, 6-9 ára krakkar kl. 15-15:50 og 10-12 ára krakkar kl. 16:00 – 16:50.
Barnakórinn hóf starfsemi 4. september en æfingar hans eru á þriðjudögum kl. 14:30.
Eldri borgarar hittast á miðvikudögum kl. 13:30-15:30
Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 19:00.

Nýtt fólk, krakkar og fullorðnir, er hjartanlega velkomið í þær starfsgreinar sem hentar þeim. Við viljum vera opin kirkja sem tekur vel á móti fólk.
Þátttaka í starfi kirkjunnar er ókeypis.

Margt spennandi er á döfinni í öllum greinum starfsins sem verður kynnt eftir því sem tíminn líður.

Comments are closed.