12218119_10206725833336434_733400326_o

Kóræfingar eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 19.00 – 21.00.

Kórinn getur alltaf bætt fleiri röddum í hópinn, ef þú vilt komast í syngjandi góðan félagsskap, hafðu þá endilega samband 🙂

Stjórnandi kórsins er Matthías V. Baldursson og er best að hafa samband við hann á netfangið matti@astjarnarkirkja.is eða í síma 698-8966 fyrir frekari upplýsingar.

Kór Ástjarnarkirkju er með fjölbreytt og metnaðarfullt vetrarstarf.

Kórinn syngur við hinar ýmsu athafnir Ástjarnarkirkju, allar tegundir kirkjutónlistar, þá bæði hefðbundna sálma, og söng við gospel-, blús-, rokk-, messur og margt fleira.

Kórinn er ungur og í uppbyggingu og er því tækifæri nú fyrir þá sem vilja komast í góðan sönghóp að koma til liðs við okkur.

12218228_10206725837616541_1682923485_o