Loading...

Minnisvers

Hvert fermingarbarn velur sér minnisvers og gefur presti upp staðsetningu þess í Biblíunni. Hér að neðan eru tillögur að minnisversum:

  1. „Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er áreiðanlegt, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum“ (2. Samúelsbók. 22:31).
  2. „Það er speki að óttast Drottin, viska að forðast illt“ (Jobsbók. 28:28).
  3. „Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki“ (Davíðssálmur. 16:8).
  4. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta” (Davíðssálmum 23:1).
  5. „Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þá er gæta sáttmála hans og boð” (Davíðssálmur 25:10).
  6. „Hverjum þeim sem óttast Drottin vísar hann veginn sem hann skal velja“ (Davíðssálmur 25:12).
  7. „Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni“ (Davíðssálmur 34:2).
  8. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá” (Davíðssálmur 37:5).
  9. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum“ (Davíðssálmur 46:2).
  10. „Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig“( Davíðssálmur 50:15).
  11. „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda“ (Davíðssálmur 51:12).
  12. „Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt“ (Davíðssálmum 86:11).
  13. „Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns“ (Davíðssálmur 100:5).
  14. „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum“ (Davíðssálmur 119:105).
  15. „Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar“ (Davíðssálmur 121:2).
  16. „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit“ (Orðskv. 3:5).
  17. „Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku, kostaðu öllu til að afla þér hygginda“ (Orðskv. 4:7).
  18. „Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum“ (Nahúm 1:7).
  19. Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn“ (Lúk. 14:27).
  20. Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur“ (Jóh. 6:35).
  21. Jesús sagði: „Þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka“ (Jóh. 6:37).
  22. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“ (Jóh. 8:12).
  23. Jesús sagði: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ (Jóh. 8:31b-32).
  24. „Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina“ (Jóh. 10:11).
  25. „Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur“ (1.Kor. 13:13).
  26. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir“ (Hebr. 13:8).
  27. „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins“ (Orðskv. 4:23).
  28. „Fel þú Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur“( Orðskv. 16:3).
  29. „Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð“ (Jeremía 29:11).
  30. „Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt“ (Jesaja 40:29).
  31. „Óttast eigi því að ég er með þér, vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð. Ég hjálpa þér, ég hjálpa þér, ég styð þig með sigrandi hendi minni“ (Jesaja 41:10).
  32. „Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér“ (Jesaja 41:13).
  33. „Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur“ (Jesaja 55:6).
  34. „Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða“ (Matt. 5:7).
  35. „Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kalluaðir verða“ (Matt. 5:9).
  36. „ Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður“ (Matt.5:44).
  37. „Verið fullkomnir eins og faðir yðar himneskur er fullkominn“ (Matt.5:48).
  38. „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki“ (Matt.6:33).
  39. „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld“ (Matt. 11:28).
  40. „En Guði er enginn hlutur um megn“ (Lúk. 1:37).
  41. „Verð miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur“ (Lúk.6:36).
  42. „Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér“ (Lúk. 9:23).
  43. „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það“ (Lúk. 11:28).
  44. „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“ (Jóh. 11:25).
  45. „Á því munuð allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars“
 (Jóh. 13:35).
  46. „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig“ Jóh. 14:1.
  47. „Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh. 14:6).
  48. „Jesús svaraði: Sá sem elskar mig varðveitir orð mitt og faðir minn mun elska hann. 
Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum“ (Jóh. 14:23).
  49. „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“ (Jóh. 14:27).
  50. „Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni“ (Jóh. 15:9).
  51. „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður“ (Jóh. 15:12).
  52. „Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður“ (Jóh. 15:14).
  53. „Lát ekki hið vonda sigra þig en sigra þú illt með góðu“ (Róm. 12:21).
  54. „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla“ (1. Kor. 13:1).
  55. „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika“ (2. Kor. 12:9).
  56. „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi“ (Gal. 5:22).
  57. „Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð“ (Fil. 4:6).
  58. „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir“ (Fil. 4:13).
  59. „Lát engan líta smáum augum æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú
og hreinlífi“ (Tím. 4:12).
  60. „Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur“ (1. Jóh. 4:21).
  61. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera“ (Matt. 7,12)