31.desember – Gamlársdagur

Messa verður á gamlársdag í Ástjarnarkirkju klukkan 11:00. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg  syngur hátíðartón og þjónar fyrir altari. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn tónlistarstjórans Keith Reed. Verið öll hjartanlega velkomin á þessum síðasta degi ársins 2018.

Continue reading

26.desember – Skokkmessa klukkan 10:00

Hin árlega og geysivinsæla skokkmessa verður í Ástjarnarkirkju klukkan 10:00 á annan í jólum. Messan hefst stundvíslega klukkan 10:00. Hlaupahópur heldur skömmu síðar til hlaups og endar svo aftur í Ástjarnarkirkju að því loknu og gæðir sér á heitu súkkulaði. Verið öll hjartanlega velkomin. Gleðileg jól.

Continue reading

25.desember – Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju á jóladag, 25.desember klukkan 11:00. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg syngur hátíðartón og þjónar fyrir altari. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn tónlistarstjórans Keith Reed. Verið öll hjartanlega velkomin. Gleðileg jól.

Continue reading

24.desember – Aftansöngur klukkan 18:00

Aftansöngur verður í Ástjarnarkirkju klukkan þegar jólin ganga í garð, klukkan18:00. Sr. Kjartan Jónsson syngur hátíðartón og  þjónar fyrir altari. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn tónlistarstjórans Keith Reed. Verið öll hjartanlega velkomin. Gleðileg Jól.

Continue reading

16.desember – Jólaball Sunnudagaskólans!

Jólaball sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju verður klukkan 11:00 Umsjón hafa Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur Ástjarnarkirkju og Bjarki Geirdal umsjónarmaður sunnudagaskólans. Barnakór Ástjarnarkirkju mun syngja, dansað verður í kringum jólatréð og hóhóhó – aldrei að vita nema jóhóhóhóóólasveinninn mæti! Verið öll hjartanlega velkomin.

Continue reading